Fimmta laugardaginn í röð heldur Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur og ævintýramaður með meiru, áhugaverðan fyrirlestur á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi. Að þessu sinni fjallar Haraldur um rannsóknir sínar á loftsteinsárekstri í Mexíkó og útdauða lífríkis á jörðu fyrir 65 miljónum ára.
Fyrirlesturinn verður á Eldfjallasafninu næstkomandi laugardag, 26. febrúar kl. 13.