Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Dagana 11. og 12. nóvember síðastliðinn hélt Líffræðifélag Íslands veglega ráðstefnu um íslenskar líffræðirannsóknir í Öskju og Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir voru kynntar í 84 erindum og á 77 veggspjöldum. Náttúrurannsóknastofnanirnar
í Stykkishólmi, þ.e. Náttúrustofa Vesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi (Háskólasetur Snæfellsness),
létu ekki sitt eftir liggja og kynntu hluta af rannsóknum sínum í fjórum erindum og á fimm veggspjöldum, m.a. um minka, refi, æður, glókoll, dílaskarf, lunda og fuglaskoðun.

Hér að neðan eru fyrirsagnir framlaga í stafrófsröð og hægt er að nálgast útdrætti þeirra á heimasíðu Náttúrustofu Vesturlands. Einnig má skoða veggspjöldin í heild sinni.


Áhrif friðunar refs á ábúðarhlutfall refagrenja  

Dílaskarfsstofninn 1998-2011 

Fuglaskoðun á Snæfellsnesi og í Dölum 

Fæðuval æðarfugls í Breiðafirði  

Tengsl loðnu og varps æðarfugls  

Útbreiðsla glókolls á Vesturlandi og áhrif veðurfars á stofnsveiflur  

Varpvistfræði lunda á Breiðafirði   

Veirusjúkdómur í mink: Útbreiðsla og áhrif á stofninn   

Æðarkollur skipta um hreiðurstæði eftir veðri, vindum og hver annarri