Náttúrustofuþing 2011 verður haldið í Neskaupstað miðvikudaginn 26. október næstkomandi. Þar gefst gestum tækifæri
til að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa og gestafyrirlesara.
Náttúrustofur eru sjö talsins, dreifðar vítt og breitt um landið. Þær mynda með sér Samtök náttúrustofa, sem er samstarfs- og samráðsvettvangur þeirra. Frá árinu 2005 hafa náttúrustofurnar skipst á að halda ráðstefnu haust hvert í tengslum við aðalfund samtakanna. Að þessu sinni er gestgjafinn Náttúrustofa Austurlands.