
Einstök gögn Náttúrustofu Vesturlands um minka, sem hér eru tvinnuð saman við heimildarannsókn, sýna að getan til að greina þekkta nágranna frá óþekktum flökkudýrum er útbreidd meðal óðalsbundinna spendýra og tengist ekki því hvort tegundir séu félagslyndar.
Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að jafnvel spendýr sem lifa stök en ekki í hópum eða pörum, hafi ekki síður en félagslynd dýr þróað hæfileikann til að gera greinarmun á einstaklingum. Þessi ályktun er mjög athyglisverð í ljósi þess að oft hefur verið litið sérstaklega á áhrif þess að lifa í hópi til að skýra þróun á vitsmunum dýra. Rannsóknin sýnir þannig fram á nauðsyn þess að líta til margra mismunandi umhverfisþátta og þróunarfræðilegra valkrafta til að skilja vitsmunalega getu núlifandi dýra og hvað liggur á bak við hana.
Greinin var unnin í samstarfi Náttúrustofunnar við Háskóla Íslands, Oxfordháskóla og Stokkhólmsháskóla og birtist í vísindaritinu Animal Behaviour.
Hér má lesa greinina í heild sinni: https://doi.org/10.1016/j.anbehav.2025.123162
Hér er viðtal við Menju von Schmalensee í Tímariti Háskóla Íslands um greinina:
https://hi.is/frettir/getur_minkurinn_verid_vingjarnlegur
… og hér er viðtalið á ensku: Can mink be friendly? | University of Iceland
Hlekkur á stutt myndband um greinina: https://www.youtube.com/watch?v=oRSoaVOcfzo
Myndina sem fylgir greininni tók Jóhann Óli Hilmarsson.