Í desember var gengið frá ráðningu Jakobs Johanns Stakowski í starf verkefnisstjóra verndar Breiðafjarðar. Starfið er til eins árs með möguleika á framlengingu.
Alls bárust 12 umsóknir um starfið og stóð valið á milli nokkurra mjög vel hæfra einstaklinga.
Jakob hefur lokið B.S., viðbótardiplómu og M.S. í landfræði við Háskóla Íslands, með áherslu á umhverfisfræði, þróunarfræði, félagslega þætti og heimspeki valds í ljósi hnattvæðingar. Þá hefur hann talsverða reynslu af að vinna náið með fólki.
Við bjóðum Jakob velkominn í starfslið Náttúrustofunnar. Hann hefur störf í janúar.