Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Út er komin skýrsla um starfsemi Náttúrustofu Vesturlands á árunum 2007-2010. Skýrslan er 32 síður og ríkulega myndskreytt. Eins og sjá má af skýrslunni var starfsemin fjölbreytt á tímabilinu en eins og áður fór mest fyrir rannsóknum, fræðslu, ráðgjöf og ýmsum störfum í tengslum við umhverfismál. Skýrslunni var fyrst dreift í afmælisfagnaði
Náttúrustofunnar síðastliðinn sunnudag en á næstunni verður henni dreift til helstu samstarfsaðila. Að auki mun hún næstu
daga liggja frammi á Olísstöðinni (Bensó) og í afgreiðslu ráðhússins í Stykkishólmi. Áhugasamir geta óskað eftir að fá sent eintak með því að senda póst á netfangið palmi@nsv.iseða hringt í s. 433 8121. Einnig er bent á umhverfisvænni leið sem er að lesa hana með því að nálgast hana á vefsíðu Náttúrustofu Vesturlands.