Í sumar kom út vandað og glæsilegt félagsrit Fuglaverndar, sem ber nafnið Fuglar. Eins og áður voru í heftinu áhugaverðar greinar sem tengjast fuglum á ýmsan hátt. Starfsfólk Náttúrustofu Vesturlands átti þrjár greinar í blaðinu að þessu sinni:
1) „Að vera, eða ekki vera ránfugl“ eftir Menju von Schmalensee og Róbert A. Stefánsson. Greinin er samantekt og hugleiðing um nokkrar fuglategundir sem skiptar skoðanir hafa verið um í tímans rás.
2) „Áflug arna á raflínur“ eftir Menju von Schmalensee og Kristinn Hauk Skarphéðinsson. Hér má finna samantekt á þekktum tilfellum um áflug hafarna á raflínur á Íslandi.
3) „Vindmylluparadísin Ísland?“ eftir Menju von Schmalensee. Hér eru settar á blað hugleiðingar um staðsetningu vindorkuvera á Íslandi m.t.t. verndar fugla og mikilvægra fuglasvæða.
Hægt er að nálgast PDF af þessum greinum í hlekkjunum hér að framan, en auðvitað hvetjum við alla eindregið til að gerast félagar í Fuglavernd. Félagsmenn fá allt ritið sent heim til sín og styðja jafnframt við mikilvægt og öflugt félag á sviði náttúruverndar.
Ritstjóri Fugla er Daníel Bergmann, www.danielbergmann.com.
Recent Comments