
Umsóknarfrestur um stöðu verkefnisstjóra á Náttúrustofu Vesturlands, sem vinna mun að verkefnum í tengslum við vernd Breiðafjarðar, rann út á miðnætti 14. nóvember. Samtals bárust 12 umsóknir frá umsækjendum með fjölbreyttan bakgrunn og hæfni til að takast á við starfið. Unnið verður úr umsóknum og viðtöl tekin við umsækjendur á næstu dögum.