Þær Marie-Thérèse Mrusczok og Sara Rodríguez Ramallo hafa verið ráðnar til að stunda rannsóknir á háhyrningum við Snæfellsnes; Sara til tveggja mánaða en Marie til 6 mánaða með möguleika á framlengingu. Marie hefur mikla þekkingu á háhyrningum, m.a. í gegnum starf sitt sem leiðsögumaður í hvalaskoðun hjá Láki Tours og sem stofnandi og aðalsprauta Orca Guardians. Sara er sjávarlíffræðingur með sérstakan áhuga á hvölum og sjófuglum. Báðar eru búsettar á Snæfellsnesi.
Þeirra helstu verkefni snúa að töku og úrvinnslu ljósmynda sem teknar hafa verið af háhyrningum við Snæfellsnes síðustu mánuði og ár, para þær við þekkta einstaklinga úr stofninum og greina fjölskyldumynstur, ferðir og atferli háhyrninganna. Í framhaldinu vinna þær sömuleiðis að ritun vísindagreina um efnið í samvinnu við aðra starfsmenn Náttúrustofunnar.
Recent Comments