Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Laugardaginn 30. apríl býður W23-hópurinn ásamt Háskólalestinni til Vísindaveislu á Hótel Stykkishólmi. Dagskráin hefst með fuglaskoðun í Stykkishólmi kl. 10:30, en hist verður við ráðhúsið. Dagskránni er síðan haldið áfram á Hótel Stykkishólmi frá kl. 12-16. Margt áhugavert verður á boðstólum. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

W23 er heiti samstarfs náttúrutengdra stofnana á Snæfellsnesi. Stofnanirnar eru Náttúrustofa Vesturlands, Háskólasetur Snæfellsness, Vör Sjávarrannsóknarsetur, útibú Hafrannsóknastofnunarinnar í Ólafsvík og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.

Háskólalestin heimsækir Stykkishólm í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands.