Langtíma vöktunarrannsóknir eru því miður fremur sjaldgæfar en engu að síður geysilega mikilvægar til að öðlast dýpri skilning á ferlum náttúrunnar og nema langtímabreytingar á lífríki. Erfitt getur verið að fjármagna slíkar rannsóknir sökum þess að niðurstöðurnar verða oft ekki sérlega áhugaverðar fyrr en mörgum árum eftir að þær hefjast en þá koma oft í ljós áhugaverðar og jafnvel áður óþekktar sveiflur og/eða tengsl.

Starfsemi náttúrustofa er að mörgu leyti heppileg til að stunda einhvers konar vöktun á umhverfinu. Það er þó m.a. háð því að fjármagn fáist til slíkra rannsókna eða að þær séu ódýrar og taki stuttan tíma í framkvæmd. Undanfarin ár hefur Náttúrustofan, advice í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, staðið að vöktun á vetrarfuglum, rjúpum og örnum. Að auki heldur Náttúrustofan úti vöktun á refum í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og vaktar breytingar á útbreiðslu glókolls á Vesturlandi en fuglinn er að nema land í skógum á svæðinu.

Vöktun

  • Client:
    Náttúrufræðistofnun Íslands, NSV
  • Other Projects: