Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Grindhvalavaða hefur haldið til við Ólafsvík síðustu tvo sólarhringa. Nokkrum sinnum hefur hópurinn komið mjög nærri landi og verið nálægt því að stranda.
Í gær tókst björgunarsveitarfólki að reka hópinn frá landi norðvestan Ennis en síðdegis í dag fundu starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi hópinn (um 50 dýr) aftur og nú við Fróðárrif skammt austan Ólafsvíkur. Dýrin eru í mjög þéttum hópi sem liggur í yfirborðinu og hreyfir sig lítið. Þetta er óeðlilegt atferli, sem bendir til að í hópnum sé veikt dýr og að fram undan gæti verið strand eins eða fleiri dýra.
Hópur sérfræðinga og áhugafólks hefur verið virkjaður og fylgist með ástandinu. Óskað hefur verið eftir aðstoð björgunarsveitarinnar til að fyrirbyggja strand.
Þeir sem leið eiga um svæðið og sjá grindhvalavöðuna mega gjarnan svara þessum pósti, hringja eða senda skilaboð í s. 898-6638.