



Náttúrustofan tók þátt í vöktun gróðurs á Íslandi í fyrsta sinn sumarið 2023. Heimsótt voru fimm gróðursnið á Vesturlandi sem síðast voru mæld af Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir um áratug. Sniðin voru af tveim mismunandi vistgerðum, þ.e. starungsmýravist og grashólavist.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands og er hluti af vöktun náttúruverndarsvæða.
Starungsmýravist: https://www.ni.is/is/grodur/vistgerdir/land/starungsmyravist.
Grashólavist: https://www.ni.is/is/grodur/vistgerdir/land/grasholavist.
Á fyrstu myndinni má sjá gullvönd. Gullvöndur (https://www.ni.is/is/biota/plantae/tracheophyta/magnoliopsida/gentianaceae/gullvondur-gentianella-aurea) var áberandi á einu sniðinu en fannst ekki þar fyrir áratug síðan. Dæmi um breytingar sem geta orðið á gróðurfari einstakra svæða með breyttu tíðarfari og landnotkun.