Starfsfólk Náttúrustofunnar skrifaði þrjár greinar sem birtust í nýjasta hefti Fugla, félagsriti Fuglaverndar, sem kom út í sumar. Tímaritið Fuglar er eina útgáfan á Íslandi sem helguð er sérstaklega fuglum og fuglarannsóknum. Tímaritið er sérlega glæsilegt að þessu sinni, troðfullt af fróðlegu efni og fallegum ljósmyndum. Félagar í Fuglavernd fengu tímaritið sent
heim.
Greinar starfsfólks Náttúrustofunnar má skoða á hlekkjum hér fyrir neðan en þær fjalla um kríurannsóknir á Snæfellsnesi, mikilvægi leira fyrir líffræðilega fjölbreytni og kolefnisbindingu, og um flækjur og mögulegar lausnir þegar kemur að árekstrum nytja og náttúruverndar varðandi beit fugla á ræktarlandi.
Greinarnar er hægt að skoða með því að smella á „PDF“:
Róbert A. Stefánsson, Hafrún Gunnarsdóttir, Jakob J. Stakowski og Menja von Schmalensee (2024). Kríur á Snæfellsnesi. Fuglar 14: 44-51. [PDF]
Róbert A. Stefánsson, Menja von Schmalensee og Tómas G. Gunnarsson (2024). Leirur – ekki bara fuglaparadís. Fuglar 14: 84-88. [PDF]
Hafrún Gunnarsdóttir, Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee (2024). Fuglar og ræktarland – Er nauðsynlegt að skjóta þá? Fuglar 14: 70-79. [PDF]