Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Í dag, 31. maí, lauk fuglatalningum á leirum í Helgafellssveit. Fjögur rannsóknarsvæði í nágrenni við Stykkishólm voru talin á fjöru allan maímánuð – samtals í 11 talningum. Markmið vöktunarrannsóknarinnar, sem hófst í maí 2022, er að mæla tímasetningu og útslag sveiflu í fjölda varpfugla sem fara um fjörur sunnanverðs Breiðafjarðar hvert vor. Allir fuglar voru taldir en meginviðfangsefni rannsóknarinnar eru fargestirnir rauðbrystingur, tildra og sanderla.

Verkefnið er hluti af „Vöktun náttúruverndarsvæða”, sem er samstarfsverkefni náttúrustofa og Náttúrufræðistofnunar Íslands.