Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Náttúrustofa Vesturlands átti 8 framlög á nýliðinni Líffræðiráðstefnu, sem haldin var í Öskju og Íslenskri erfðagreiningu dagana 12.-14. október. Ráðstefnan er stærsta samkoma líffræðinga á Íslandi og sækja hana mörg hundruð manns. Hún er mikilvægur vettvangur fyrir líffræðinga til að hittast og skiptast á þekkingu og skoðunum. Í ár voru flutt hátt í 100 erindi og lítið færri veggspjöld sýnd. Ráðstefnan er haldin af Líffræðifélagi Íslands annað hvert ár – sú fyrsta árið 1999. 

Framlög Náttúrustofunnar voru fjölbreytt og unnin ýmist eingöngu af starfsfólki Náttúrustofunnar eða í samvinnu við sérfræðinga annarra stofnana hér á landi eða erlendis. Umfjöllunarefnin voru tengd spendýrum, fuglum og plöntum. Nánari upplýsingar um hvert framlag má finna hér fyrir neðan: 

Fyrirlestrar:

• To fight or not to fight? Aggressive behaviour adjustment of territorial defence in mammals, with a focus on American mink. Höfundar: Menja von Schmalensee, Róbert A. Stefánsson og Snæbjörn Pálsson. [Útdráttur]

• Óvinsælir fuglar í vanda. Höfundar: Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee. [Útdrátturviðtal um erindið í Samfélaginu á Rás 1 byrjar á 46:10]

• Það er langtímaverkefni að hamla útbreiðslu lúpínu. Höfundar: Kristín Svavarsdóttir, Ása L. Aradóttir, Menja von Schmalensee, Anne Bau og Róbert A. Stefánsson. [Útdráttur]

• A trophic network of Iceland centred around the American mink (Neogale vison). Höfundar: Jana Leethaus, Fiona S. Rickowski, Jonathan M. Jeschke, Menja von Schmalensee, Róbert A. Stefánsson, Florian Ruland. [Útdráttur]

Veggspjöld:

• Ágangur fugla á ræktarlöndum – Brýnt að finna sáttaleið. Höfundar: Hafrún Gunnarsdóttir, Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee. [Útdrátturveggspjald]

• Kríur á Snæfellsnesi. Höfundar: Róbert A. Stefánsson, Hafrún Gunnarsdóttir, Jakob J. Stakowski og Menja von Schmalensee. [Útdrátturveggspjald]

• First matrilineal catalogue of killer whales in Icelandic waters. Höfundar: Marie-Thérèse Mrusczok, Menja von Schmalensee og Róbert A. Stefánsson. [Útdrátturveggspjald]

• Vöktun bjargfuglastofna á Íslandi 2009 til 2022. Höfundar: Yann Kolbeinsson, Snæþór Aðalsteinsson, Þorkell Lindberg Þórarinsson, Brynjúlfur Brynjólfsson, Cristian Gallo, Hálfdán Helgi Helgason, Jón Einar Jónsson, Rodrigo A. Martínez Catalán, Róbert Arnar Stefánsson og Sindri Gíslason. [Útdrátturveggspjald]