Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Fimmtudaginn 6. apríl verður haldið Náttúrustofuþing á Húsavík. Þetta er í níunda sinn sem náttúrustofur landsins halda opna ráðstefnu utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem sagt er frá litlu broti af því sem unnið er að á hinum átta náttúrustofum vítt og breitt um landið. Að þessu sinni slæst gestafyrirlesari frá Náttúrufræðistofnun Íslands í hópinn.

Þingið verður haldið á Fosshótel Húsavík og stendur frá kl. 09:45-12:30.

Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

Dagskrá Náttúrustofuþingsins er fjölbreytt og áhugaverð og þessa má geta að í einu af erindunum fjallar Róbert A. Stefánsson um minkarannsóknir Náttúrustofu Vesturlands. Dagskrána í heild má sjá á meðfylgjandi mynd.

Samtök náttúrustofa (SNS) eru félagsskapur sem vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum náttúrustofanna átta. Í tengslum við Náttúrustofuþingið verður haldinn aðalfundur samtakanna, ásamt vinnufundi starfsmanna.