Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin í hlutastarf á Náttúrustofunni til að sinna málefnum Breiðafjarðar. Hún mun vinna náið með Breiðafjarðarnefnd og veita henni þjónustu í samræmi við samning þar um en nefndin er umhverfis- og auðlindaráðherra til ráðgjafar um verndarsvæði Breiðafjarðar. Anna er með BA í arkitektúr, hefur stundað meistaranám í sjálfbærnifræðum (Environmental Studies and Sustainability Science) við Háskólann í Lundi og stundar núna nám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands. Hún er boðin hjartanlega velkomin í starfslið Náttúrustofunnar.