Starfsemi sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi hefur frá árinu 2008 borið umhverfisvottunina EarthCheck, sem merki um vinnu sína að sjálfbærari starfsháttum. Vottunin var endurnýjuð eftir úttekt árið 2010 og nú var komið að næstu úttekt. Haukur Haraldsson, gæðastjóri Almennu verkfræðistofunnar framkvæmdi úttektina fyrir hönd EC3 Global, eiganda EarthCheck.
Haukur fór yfir gögn sveitarfélaganna um auðlindanýtingu, umhverfisstjórnunarhandbók og fleira í úttekt sinni með aðstoð Theódóru Matthíasdóttur, umhverfisfulltrúa sveitarfélaganna og starfsmanni Náttúrustofunnar, og Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi hjá Environice. Haukur mun í framhaldinu skila skýrslu til EC3 Global, þar sem fram kemur hvort sveitarfélögin hafi uppfyllt þau skilyrði sem sett eru fyrir endurnýjun vottunar en spennandi verður að heyra hvort sveitarfélögin á svæðinu standist úttektina og verði þannig áfram í forystu íslenskra sveitarfélaga í umhverfismálum.
Ýmsar upplýsingar um umhverfisvottun sveitarfélaganna á Snæfellsnesi má finna á heimasíðu verkefnisins.
Recent Comments