Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag
Við Surtshelli í Hallmundarhrauni hafa myndast breið sár í viðkvæman mosagróðurinn eftir gangandi umferð. Eiríksjökull í baksýn. Ljósmynd: Róbert A. Stefánsson.

Í sumar hófst fyrsta ár gagnasöfnunar í samstarfsverkefninu „Vöktun náttúruverndarsvæða“, sem fór af stað að frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Vettvangsvinna er að verulegu leyti unnin af náttúrustofum landsins en þær hafa í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands unnið að undirbúningi verkefnisins ásamt Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarði og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Þetta er í fyrsta sinn sem svo margar stofnanir vinna sameiginlega að því að rannsaka og vernda náttúru landsins og móta heildræna vöktunaráætlun á landsvísu. Hvatinn að verkefninu er aukinn straumur ferðamanna og möguleg áhrif þeirra á perlur í náttúru Íslands.

Nýliðinn vetur var unnin forgangsröðun og áætlun um verkefnið, þar sem m.a. var tekið mið af álagi af völdum ferðamanna.

Náttúrustofa Vesturlands vinnur að rannsóknum á áhrifum ferðamanna á seli, fuglalíf, jarðminjar og gróðurfar.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands má finna nánari upplýsingar um verkefnið:
https://www.ni.is/greinar/voktun-natturuverndarsvaeda.