Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Um þessar mundir eru túnfíflar í miklum blóma. Tegundin er einkar útbreidd í Stykkishólmi og angrar margan garðeigandann, enda á hún það til að breiðast ótæpilega út í manngerðu umhverfi. Síðla árs 2009 tók Náttúrustofa Vesturlands saman greinargerð um njóla og túnfífil að beiðni Stykkishólmsbæjar. Þar var m.a. rætt um mögulegar mótvægisaðgerðir gegn túnfíflum (bls. 4), bæði visthæfar aðferðir og eitrun. Einnig var fjallað um mikilvægi forvarna í þessu sambandi (bls. 5-6).

Bent er á þessa greinargerð fyrir þá sem standa ráðþrota gagnvart yfirreið fíflanna.