Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Mánudaginn 27. mars fræddi Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi, gesti um hreiðurstæðaval fugla í erindi sínu: Hvernig skal hreiðrað um sig. Erindið var liður í fyrirlestrarröð NSV.

Í erindi Jóns kom fram að hreiður fugla eru mjög mismunandi. Þau geta verið engin upp í það að vera mikil meistarasmíði.

Fuglar þurfa að huga að mögulegu afráni, aðgengi að fæði og skjóli frá veðri við val á staðsetningu hreiðurs. Fuglar bera sig mismunandi að í þeim efnum og tók Jón nokkur dæmi. Sérstaklega fjallaði hann um íslenska fugla sem Snæfellingar ættu vel að kannast við, s.s. fýl, ritu og æðarfugla.

Ágætlega var mætt á fyrirlesturinn og urðu nokkuð líflegar umræður að honum loknum.