Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag
Ljósmynd: Sigrún Bjarnadóttir

Út er komin ný vísindagrein Náttúrustofunnar sem byggir á greiningu veirusmits í villtum íslenskum minkum. Rannsóknin er unnin í samvinnu við tvo pólska háskóla, West Pomeranian University of Technology og University of Szczecin.

Minkur er framandi og ágeng tegund á Íslandi. Hann var fyrst fluttur til landsins til ræktunar árið 1931, slapp fljótlega eftir það og breiddist um landið. Í kringum 1975 hafði hann numið flest láglendissvæði Íslands. Um 1970 barst veirusjúkdómurinn plasmacytosis (AMD) til landsins með innfluttum dýrum. Í þessari rannsókn, sem gerð var á sýnum sem tekin voru á árunum 2010-2018, hafði um fjórðungur villtra minka smitast af AMD veirunni.

Náttúrustofa Vesturlands hefur frá árinu 1997 rannsakað smittíðni og útbreiðslu veirusjúkdómsins í villtum minkum í samvinnu við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði. Um þessar mundir er unnið að tveim vísindagreinum til viðbótar um AMD í villtum mink á Íslandi.