Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Fyrsti fyrirlestur í fyrirlestraröð Náttúrustofu Vesturlands var haldinn á Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi 8. febrúar sl.

Var það fyrirlestur um fatasóun sem bar heitið Tvisvar í sömu fötum!? Er það í lagi!? og var hann fluttur af Stefáni Gíslasyni.

Vel var mætt á fyrirlesturinn og líflegar umræður áttu sér stað að erindi loknu.

Á fyrirlestrinum fór Stefán yfir umhverfisáhrifin sem fataframleiðsla hefur í för með sér og endurnýtingu á textílvörum.

Fatasóun er stórt vandamál sem varðar okkur öll. Kom hann inn á samfélagslegan þrýsting til þess að uppfæra fataskápinn reglulega en hann taldi það æskilegt að við kaupum minna af fötum og að þau yrðu nýtt betur og lengur. Alltof algengt er að föt séu notuð sjaldan og hent. Þess má geta að Rauði Kross Íslands tekur við öllu taui, líka ónýtu. Líklega verður Rauði Krossin af um 160-170 milljónum króna ár hvert vegna textílvöru sem fer í ruslið.

Áhugavert umhugsunarefni er að nýta fatnað sinn alla leið og skapa sinn eigin stíl frekar en að láta þrýsting um þátttöku í tískustraumum stjórna sér, það hefur áhrif á okkur öll.